Nei, því miður

UT81PuBXjhXXXagOFbXjAllar 350 skóbúðirnar í miðborg Glasgow eru troðfullar af sandölum sem allir eiga það sameiginlegt að vera með sóla á þykkt við flatkökur og álíka sveigjanlega og ofnplötur. 90% þeirra eru auk þess alsettir pallíettum, glerperlum og plastblómum. Í dag fann ég loksins það sem mig vantaði en áður fór ég í ekki færri en 20 skóbúðir og ég er ekki að grínast; neðangreint samtal er ekki einu sinni fært í stílinn.

Afgreiðslustúlkan: Get ég aðstoðað?
Eva: Það vona ég. Ég er að leita að sandölum sem eru ekki með neinu glitrandi skrauti og betri botni en þessir hérna. Það þarf að vera hægt að ganga á þeim.
Afgreiðslustúlkan: Því miður erum við ekki með neina skó sem hægt er að ganga á.