Ég efast ekki um að sum börn hefðu gaman af því að læra heimspeki og að mínu mati er ekkert fráleitara að bjóða íslenskum börnum upp á heimspeki en þjóðsögur Gyðinga. Hvort er einhver ástæða til að skylda öll börn til að læra allt sem boðið er upp á er meira álitamál og þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í þingsályktunartillögunni sem sagt er frá hér eru verulega vafasamar. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson
Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.
Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)
Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa
Forvarnir
Þegar Framsókn lofaði vímuefnalausu Íslandi árið 2000, hlógu menn ýmist dátt eða hristu höfuðið í uppgjöf. Sneru sér svo að raunhæfari markmiðum, t.d. vímuefnalaunum grunnskóla. Halda áfram að lesa
Skoðari
Sko er gott orð. Það felur í sér tilraun til útskýringar, beiðni um að viðmælandinn horfi út frá ákveðnu sjónarmiði. Ekki bara að hann horfi og sjái það sama og maður sjálfur heldur að hann sko-ði málið. Halda áfram að lesa
Framtak Össurar og súru berin hans Bússa
Enginn íslenskur ráðherra hefur tekið jafn afdráttarlausa afstöðu með mannréttindum og Össur Skarphéðinsson. Ef þingmenn Hreyfingarinnar eru frátaldir, hefur sennilega enginn þingmaður Íslandssögunnar staðið sig jafn vel í mannréttindamálum og hann. Tilvitnun hans í Reagan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var flott útspil og varla hægt að hugsa sér beittari niðurlægingu fyrir Netanyahu en að vera settur á bás með gömlu Sovétríkjunum, og því áhrifameira að það skuli gert með orðum fyrrum Bandaríkjaforseta. Líkingin liggur þó í augum uppi því Berlínarmúrinn var í hugum minnar kynslóðar tákn aðskilnaðar og kúgunar og var hann þó töluvert minni en aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. Halda áfram að lesa
Af menningarslysförum æsku minnar
Ég var algjört lúðabarn. Mig skortir ennþá tískuvitund en ég hlýt að hafa slegið öll met í hallærislegum útgangi á síðustu árum grunnskólagöngu minnar. Aðrar stelpur gengu í þröngum gallabuxum og háskólabolum. Ég vildi helst ganga í gömlum kjólum af móður minni og hýjalínsmussum. Náttföt hinna stelpanna voru stuttir bómullarnáttkjólar með áprentuðum myndum en ég gekk í síðum drottningarserkjum með pallíettum og pífum. Ég átti einn sem líktist þessum á myndinni. Halda áfram að lesa
Hverjir eru sníkjudýr?
Hver grunnskólanemandi kostar ríkið 1.350.053 kr árlega. Eitthvað kostar rekstur leikskóla og framhaldsskóla líka. Fyrir nú utan heilbrigðisþjónustu, barnabætur og annan kostnað sem fellur á ríkið vegna barna og unglinga. Halda áfram að lesa