Annáll ársins 2007

Um áramót er ég vön að líta yfir farinn veg og tíunda afrek síðasta árs. Það er frekar fljótlegt að þessu sinni. Helsta afrek mitt árið 2007 er það að hafa tekist að halda úti vefsíðu sem er uppfærð að meðaltali einu sinni á dag, þrátt fyrir að hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut sem er upprifjunar virði.

Jú annars, eitt kannski. Ég framdi svartagaldur á Austurvelli og síðan hafa verið stöðugar jarðhræringar í Upptyppingum.

One thought on “Annáll ársins 2007

 1. —————————————————-

  Kjaaaaaaaftæði.

  Þú fannst Pegasus á árinu. 😉

  Posted by: anna | 1.01.2008 | 15:31:50

  —   —  —

  Gleðilegt ár kæra Eva!

  Posted by: baun | 1.01.2008 | 18:49:44

  —   —  —

  Ég fann Pegasus en það var einskær heppni en ekki afrek.

  Posted by: Eva | 1.01.2008 | 19:04:56

  —   —  —

  Ég hélt að annáll ætti að innihalda allt sem þeim sem skrifar finnst markvert, skemmtilegt, heppilegt..

  Kannski er það bara vegna þess að ég afreka mjög sjaldan nokkuð og hefði þá ekkert til að skrifa um. Það er ekkert gaman.

  Posted by: anna | 1.01.2008 | 19:45:23

  —   —  —

  Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem er að líða. Ég held að þitt helsta afrek sé hvað þú gleður marga með skrifum þínum enda bráðskemmtilega ritfær manneskja 🙂

  Posted by: Guðjón Viðar | 2.01.2008 | 12:42:53

  —   —  —

  Já, ég er nú sammála Önnu. Pegasus prins er deffínettlí eitthvað að setja í annálinn sinn. Takk fyrir galdurinn.

  Posted by: Kristín | 2.01.2008 | 22:17:02

  —   —  —

  Heppni og kannski líka útsjónarsemi :o) Gleðilegt ár!

  Posted by: Sigga | 5.01.2008 | 11:46:16

Lokað er á athugasemdir.