Nýtt ár er upp runnið og óska ég landsmönnum öllum og öðrum lesendum gríðarlegrar hamingju og skemmtunar á nýju ári. Sérstaklega vona ég að bekkjarsystkini mín úr Þelamerkurskóla sem skipulögðu bekkjarmótið í haust verði fyrir margháttuðu happi á árinu þar sem umrædd samkoma hafði hinn mesta happadrátt í för með sér.
Áramótaheit mín að þessu sinni eru tvö.
1 Ég ætla að hætta að hugsa fyrir syni mína. Að sjálfsögðu ætla ég áfram að hafa skoðanir á öllu sem þeir gera og gera ekki og skipta mér af eftir smekk og þörfum. Ég ætla hinsvegar að hætta að minna þá á að skila bókasafnsbókum, kaupa afmælisgjafir, mæta í matarboð og hengja úr þvottavélinni.
2 Ég ætla að finna leiðir til að vera eins góð við Pegasus minn og hann á skilið. Það verður öllu erfiðara.
—————————————–
Gleðilegt ár 🙂
Posted by: hildigunnur | 1.01.2008 | 15:44:45
— — —
Bestu kveðjur til þín Eva og megi nýtt ár verða þér gott og gjöfult. Skemmtilegar minningar frá „hittingi“ sl. haust eru geymdar á besta stað og gleymast aldrei.Bið að heilsa manninum sem er svo góður að þrífa og bóna bílinn þinn.
Posted by: Dóra Bryndís | 5.01.2008 | 13:09:51