Allt komið á flug

Góðir hlutir gerast hægt. Frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli. Þegar ég kom til Íslands þann 7. janúar var textinn nokkurn veginn klár, teikningarnar af Birtu og líklega 8-10 myndir. Hinsvegar var öll uppsetning eftir. Við kláruðum hana á 4 dögum og nú eigum við bara eftir að ganga frá nokkrum endum, setja inn barnæskumyndir og lesa próförk.

Ef okkur gengur jafn vel með kynningarmyndskeiðin, þá ætti bókin að vera orðin útgáfuhæf um mánaðamótin.

Best er að deila með því að afrita slóðina