Af hverju barnamyndir?

Hvað er fólk að reyna að segja með því að nota smábarnamyndir af sjálfu sér sem prófílmyndir á vefbókum eða facebook?

Prófílmyndir virðast oftast notaðar til þess að;
-sýna hvernig eigandi síðunnar lítur út
-gefa aðlaðandi ímynd af eiganda síðunnar
-sýna karakter eða tilfinningu
-sýna eitthvað táknrænt fyrir eigandi síðunnar (t.d. hljóðfæri, dýr)
-sýna eitthvað sem er eiganda mikilvægt (fjölskylda, heimili)

Hvað segja þessar barnamyndir? Benda þær til nostalgíu, saknar eigandinn einhvers úr æsku sinni? Líður honum eins og litlu barni? Vill hann að lesendur séu meðvitaðir um barnslega viðkvæmni hans og gæti því varúðar í gagnrýni sinni? Langar hann að fjölga mannkyninu? Eða var hann einfaldlega sætari sem krakki?

Já nei, ég ætla ekki að birta barnamynd af mér með þessari færslu.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Af hverju barnamyndir?

  1. ————————————–

    Þú ert svolítið heilluð af fólki með barnamyndir. :o)
    Í mínu tilfelli þá helgast þetta af því að þetta er uppaháldsmyndin af mér.

    Posted by: SIJ | 15.03.2009 | 22:14:58

    ————————————–

    Ég er svolítið sammála þessu, ótrúlega margir með barnamyndir núna. Einhver tíska. Ég mun ekki hverfa frá minni grímumynd 😀

    Posted by: hildigunnur | 16.03.2009 | 0:10:33

    ————————————–

    SIJ, hvað áttu við með því að ég sé heilluð af fólki með barnamyndir?

    Ertu að vísa til þess þegar ég var að skoða stefnumótasíðu á facebook og varð hissa á því að sjá prófílmyndir af hundi, pari eða smábarnamynd frá 1965? Þú hefur kannski misskilið eitthvað en slíkar prófílmyndir á stefnumótasíðu heilla mig einmitt EKKI þótt þær geti verið fínar við aðrar aðstæður.

    En gott og vel, uppáhaldsmyndin þín af sjálfum þér er frá leikskólaaldri. Það er einmitt ástæðan fyrir því sem ég er að velta fyrir mér en uppáhaldsmyndir hljóta að segja eitthvað um mann sjálfan. Gerirðu þér grein fyrir því hversvegna smábarnamyndin er í slíku uppáhaldi hjá þér? Hvað segir hún um þig og hvaða tilfinnigar vekur hún?

Lokað er á athugasemdir.