Líkar þér við manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu? (FB leikur)

Einar Valur og Freyja frænka klukkuðu mig fyrst.

Ég þekki hvorugt þeirra vel en bæði bjóða af sér góðan þokka. Freyja var uppáhaldsfrænka mín þegar ég var barn og Einar Valur er eini karlmaðurinn sem hefur barið mig

Sennilega hefði ég ekki svarað þessum lista ef mér líkaði ekki við spyrjandann, þótt það væri bara vegna þessarar spurningar. Ég er oft tortryggin gagnvart fólki en sé enga ástæðu til að særa fólk með sleggjudómum mínum svo ég hefði aldrei svarað svona spurningu neitandi. Finnst svoleiðis ‘hreinskilni’ bara ljót. Ég læt fólk ekki viljandi vita að mér líki ekki við það nema það hafi hegðað sér illa eða sé óhóflega uppáþrengjandi en ég ber tilfinningar mínar frekar mikið utan á mér svo ég hugsa að flestir finni það nú fljótt ef ég er neikvæð gagnvart þeim. 

Best er að deila með því að afrita slóðina