Að elska land

Skrýtið að geta þótt svona vænt um skika af jörðinni. Ég er ekki einu sinni neitt sérstakt náttúrubarn og ég efast ekki um að mér gæti liðið vel nánast hvar sem er í heiminum en tilhugsunin um að fá ekki að vera hér, snertir mig furðulega illa.

Ég væri alveg til í að verða rík án fyrirhafnar en þetta ágæta tilboð stæði samt í mér.

Ást mín á landinu er ein af ástæðunum fyrir því að ég gæti ekki hugsað mér að giftast útlendingi. Ég á bara svo erfitt með að trúa því að nokkur vilji rjúfa tengslin við föðurland sitt. Mér finnst sú hugmynd að tengjast landi tilfinningaböndum fáránleg en mér líður svona samt.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Að elska land

  1. —————————–

    Er það að giftast útlendingi sambærilegt við að slíta sambandi við föðurlandið? Ég er algerlega tengd Íslandi þó ég sé gift Frakka og búi fjarri heimabyggðum. Blóðböndin verða ekki skorin svo glatt.
    Ég efast stórlega um að ég tæki tilboði eins og því sem þú vísar í.

    Posted by: Kristín | 17.07.2008 | 23:12:39

    —————————–

    nokkuð viss um að ég mundi segja nei takk. gæti ekki hugsað mér að vera gerð útlæg.

    afskaplega vond tilhugsun að mega ekki heimsækja fjölskyldu sína og vini.

    Posted by: baun | 18.07.2008 | 11:20:05

    —————————–

    Ég á bara við að ég vil sjálf hvergi annarsstaðar búa til langs tíma Kristín, og ef ég byggi með útlendingi hefði ég líklega stöðugar áhyggjur af því að hann vildi flytja úr landi. Mér finnst þetta bjánalegt sjálfri en málið er að fólk sem maður elskar getur alltaf farið en landið verður að líkindum kyrrt.

    Posted by: Eva | 18.07.2008 | 11:26:43

    —————————–

    Ég reikna fastlega með því að ég myndi taka svona tilboði. Sem mér finnst athyglisvert.

    Posted by: Unnur María | 18.07.2008 | 13:12:55

    —————————–

    Þetta er samt ekki alveg kjánalegt, ég fæ sjálf stundum óþægilega tilfinningu gagnvart þessu, en ég leyfi því vonandi aldrei að verða að alvöru vandamáli. Við erum a.m.k. svo heppin að við þolum aðskilnað um tíma alveg ágætlega, þannig að ég hef alltaf getað stungið af heim þó hann komist ekki endilega.

    Posted by: Kristín | 18.07.2008 | 15:12:12

Lokað er á athugasemdir.