Daglegt líf

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Daglegt líf

  1. ——————————————-

    streitan, álagið, eilíft áreiti, ótti…ég mundi ekki endast í svona umhverfi í viku. sárgrætilegast er að vita af börnum sem alast upp við svona botnlaust rugl og hatur.

    Posted by: baun | 22.04.2008 | 10:08:48

    ——————————————-

    Hatrið er ógeðslegt beggja megin grindar, skiljanlegra innan hennar, en jafnóhugnalegt fyrir því. Við höfum t.d. engar sannanir fyrir því í þessu myndbandi að börnin neiti að tala um annað en þetta ofbeldi. Það er myndin sem dregin er upp þarna, en ég hafði heyrt aðrar sögur, sem kannski eru lygi, um að börnin næðu einmitt að leiða þessa hluti ágætlega hjá sér mörg hver.

    Posted by: Kristín | 22.04.2008 | 12:48:28

    ——————————————-

    Börn í Palestínu hljóta að vera jafn mismunandi og annað fólk. Ég held samt að það geti enginn, ekki einu sinni barn, leitt það beinlínis hjá sér að komast aldrei meira en 5 kílómetra án þess að þurfa að gera grein fyrir ferðum sínum og geta á hverri stundu átt von á því að vera grýttur úti á götu.

    Hatrammir Palestínumenn eru auðvitað ekkert geðslegri en hatrammir Gyðingar en munurinn er sá að Palestínumenn eiga enga valkosti. Þeir njóta ekki verndar og hafa hvorki fé né frelsi til þess að flytja fjölskyldurnar sínar burt úr þessu ástandi.

    Posted by: Eva | 22.04.2008 | 13:25:21

    ——————————————-

    Börn skilja yfirleitt veröldina ansi hreint betur en fullorðnir eiga til að trúa og skynja hluti sem reynt er að fela fyrir þeim. Það er áreiðanlegt. Hins vegar finnst mér alveg spurning í þessu myndbandi hvort hægt er að treysta algerlega vitnisburðinum. Persónulega kann ég alltaf betur við heimildamyndir sem sýna margar hliðar og hefði t.d. viljað sjá meira fylgst með börnunum að leik (v.þ.a. verið er að draga upp ofbeldisfulla mynd af þeim, þ.e. að þau séu mjög upptekin af ofbeldinu) en vitanlega er óþolandi sjaldan sýndur svona veruleiki þeirra sem hafa þurft að hopa í Palestínu og mér finnst allir eiga að horfa á þetta myndband. Ég hafði t.d. aldrei sjálf séð hús sem er búið að setja undir svona grind þó ég hafi oft lesið um þessi grjótkastvarnarnet á svæðunum þarna.

    Posted by: Kristín | 22.04.2008 | 22:22:06

    ——————————————-

    Ég er alveg sammála þér Kristín, það er virkilega þörf á góðri óhlutdrægri umfjöllun um daglegt líf fólks í Palestínu, Darfur, Tíbet og mörgum öðrum átakasvæðum. Þetta er náttúrulega bara stutt og einhliða myndskeið en ekki vel unnin og ígrunduð heimildamynd.

    Ég held reyndar að börn almennt hneigist til að verða því uppteknari af vandamálum sem foreldrarnir taka þau meira inn á sig. Ég vona sannarlega að sú tilgáta sé rétt að börn geti almennt leitt ástandið hjá sér en ég er ansi hrædd um að þetta myndband sýni óþægilega mikinn raunveruleika því jafnvel börn sem alast ekki upp við stöðugt umtal um landtökufólkið og ógnina sem stafar af því, (ef þau eru þá til) verða áþreifanlega vör við ástandið sjálf.

    Í Tel Rumeida er arababörnum t.d. haldið innandyra á frídögum Gyðinga vegna hættu á grjótkasti og barsmíðum. Það er mjög erfitt fyrir þessi börn að svara í sömu mynt því þau vita að það getur komið fjölskyldum þeirra í mjög mikil vandræði. Tækjabúnaður í skólum hefur margsinnis verið eyðilagður. Ég heyrði eitt sinn frásögn þýskrar konu sem fór í hjálparstarf til Hebron og eitt af því sem hún varð vör við var að sama barnið, 8 ára drengur, þurfti daglega að svara sömu hermönnunum sömu spurningum um fjölskyldu sína og erindi á leið sinni í skólann. Það er kannski ekkert dularfullt þótt fólk sem býr við svona stöðugt áreiti sem ekki er hægt að sporna gegn, verði snarvitlaust. Hryðjuverkamenn eru ekki bara ofstækisfullir stríðsmenn Allah, heldur afsprengi margra ára uppsafnaðrar örvæntingar og reiði.

    Posted by: Eva | 23.04.2008 | 9:00:39

    ——————————————-

    Já, mesti viðbjóðurinn í öllu stríði er að meirihluti þolenda er blásaklaust fólk sem hefði aldrei kosið stríðsleiðina en flækist inni í henni og kemst líklega aldrei út úr henni aftur, hvort sem stríði lýkur eða ekki. Hvenær ferðu til Palestínu, má ég koma með?

    Posted by: Kristín | 24.04.2008 | 6:00:58

    ——————————————-

    ? Þetta er á eingan hát spes myndband .. jú jú. það er vissulega ógéð í gangi þarna en hvað með það ?… ekki miskilja mig sem einhvern tilfiningalausan mannhatara sem þrífst á blóði saklausra. Því það er ekki það sem ég er að seigja.. mín spurning er frekar afhverju er þetta merkilegra en umskurður kvenna eða manræetindarbrot í kína eða hungur í aferíku og asiu ? …. þetta er eit af fjölmörgum vandamálum, sem eiga bara eftir að verða verri og verri. málið er að við erum of mörg og ekki nó með það heldur það er of lítill matur til .. og svo eru einhver helvítis hippa samtok sem mótmæla vísindamönnum sem eru að reyna að leiðréta orsök ofjölgunar með erðabreittum matvælum svona frekar en að fynna upp nýjan sjúkdóm til að leisa vandamálið sjálft… auka spurning væri kanski eigum við að fara að borga heimsku og fátæku fólki fyrir að drepsig eða hvað .. hvaða lífstíll kostar fleiri líf til langstíma leigumorðingi, ungt hjón eða nunna ?

    Posted by: Dreingurinn | 24.04.2008 | 19:10:17

    ——————————————-

    Þetta myndband er í sjálfu sér ekkert merkilegra en aðrar heimildir sem sýna kúgun og óréttlæti. Það er hinsvegar ágætt að svona hlutir komi fyrir augu almennings vegna þess að við gerum okkur svo litla grein fyrir því hvernig stöðug áreitni fer með fólk.

    Vandamálið í Hebron er alls ekki það að ekki sé til nógur matur elskan mín, heldur það að minni hluti íbúanna nýtur verndar og stuðnings stórveldis til að kúga meiri hlutann.

    Posted by: Eva | 25.04.2008 | 7:40:11

Lokað er á athugasemdir.