Fang

-Rúmið er nógu stórt til að þið getið sofið þar bæði, segir Jónína. Eins og systkin, bætir hún við og ég hef á orði að mér þyki gott að láta halda utan um mig.

-Við erum samt bara að fara að kúra, segi ég, þar sem ég sit á rúminu og sé aðeins móta fyrir honum í myrkrinu.
-Jájá auðvitað, svarar hann sannfærandi, rétt eins og ekkert annað hafi hvarflað að honum.
-Af því að ég mynda ekki tengsl á sama hátt og flestir, segi ég af því það er einfaldast að hafa það bara á hreinu.
Við liggjum í myrkrinu og tölum saman, lengi, og hann sýnir enga tilburði til að koma mér til. Kannski er hann bara feginn. Að lokum þyngjast augnlokin og ég smýg inn í faðm hans.
-Þú ert svo lítil, segir hann og ég heyri ekki betur en honum finnist það ágætt, allavega finn ég hjartslátt hans við bakið, aðeins fjólublátt silkið í náttfötunum mínum skilur okkur að.

Ég vantreysti tegundinni, af skiljanlegum ástæðum en ég er líka alltaf svolítið svag fyrir heilbrigðri skynsemi. Sannleikurinn er sá að góðir menn eru allsstaðar.

Birtan er sofnuð. Kannski hann líka, ég er ekki viss. Armur sterkara kynsins heldur utan um mig. Ég tek ég hönd hans ofurvarlega og legg hana yfir úlnlið minn.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Fang

  1. ———————————————

    Er svo fallegur texti hjá þér….

    Posted by: Guðjón Viðar | 1.10.2007 | 9:29:46

    ———————————————-

    Mjög falleg frásögn..
    .
    ég get ekki sagt meir.

    Posted by: Pegasus | 1.10.2007 | 20:51:00

Lokað er á athugasemdir.