Reynsla mín af skeggi

Ég hef aldrei skilið þessa hrifningu kvenna á skeggjuðum körlum.

Ég hef kysst skeggjaðan mann. Mér þótti vænt um þann mann. Annars hefði ég heldur ekki kysst hann. Skegghárin á honum stungust upp í nefið á mér. Ég sagði honum að hormottan yrði að fjúka ef hann vildi fleiri kossa frá mér og hann varð hálfmóðgaður en lét þó undan.

Finnst konum í alvöru þægilegt að hafa eitthvað loðið framan í sér eða er fólk almennt ekkert sérstaklega mikið fyrir að kyssast?

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Reynsla mín af skeggi

  1. ————————————–

    Ég er einmitt svona fullkomin andstæða. Mér finnst ógurlega gaman að kyssa skeggjaða karla, sérstaklega minn eigin.

    Posted by: Kristín | 11.06.2007 | 13:25:08

    ————————————–

    Kitlar þig ekkert undan hárunum?

    Posted by: Eva | 11.06.2007 | 15:56:32

    ————————————–

    Ég hef einu sinni kysst skeggkarl. Get lifað án þess.

    Posted by: hildigunnur | 11.06.2007 | 20:44:19

    ————————————–

    Ég er hrifin af skeggjuðum karlmönnum og helst síðskeggjuðum með sítt hár. En ég er með allt of viðkvæma húð til að geta kysst skeggjaða karla, þeir eru meira svona til að horfa á í mínum huga og karlinn minn er farinn að raka sig svo til daglega, fyrir mig.

    Posted by: Kristín | 12.06.2007 | 5:49:15

    ————————————–

    :=)=

    Posted by: Þorkell | 15.06.2007 | 8:43:23

Lokað er á athugasemdir.