Rambl

Ég er úthvíld! Loksins! Hef sofið rúmar 70 klst frá því að ég lokaði búðinni kl 10:30 á Þoddlák. Það er hellingur. Hef ekki gert neitt sem gæti með góðu móti flokkast sem vinna síðan á jóladag, nema að elda einn grænmetisrétt, hengja upp úr tveimur þvottavélum (æxlið er ekkert að hjaðna) og fara með einn ruslapoka í Sorpu. Ég er svo hress að ég gæti hlaupið ef ég sæi ástæðu til þess. Ég ætla samt ekki að hreyfa mig fyrr en magadansnámskeiðið byrjar eftir áramót, enda hef ég ekki lagt það í vana minn að safna spiki þessa einu viku, skil ekki alveg það rugl að éta yfir sig bara af því að tíminn heitir jól.

Við vorum boðin í mat til pabba og Rögnu í gær, svo hér er enn allt fullt af allrahanda afgöngum. Ég þarf því ekki einu sinni að elda fyrr en á gamlársdag. Mitt fólk hefur gegnið svo vel um þessa daga ð ég sé fram á þurfa ekkert að gera fyrir áramót nema rétt að renna rakri moppu yfir gólfið. Ætla að senda Darra í Bónus til að kaupa efni í fyllingu í kalkúninn. Að öðru leyti þarf ég ekkert að gera nema hafa ofan af fyrir tengdadótturinni á meðan Byltingin er í vinnunni.

Hvern fjandann hefur höfuðborgarsvæðið upp á að bjóða, sem er þess virði að sýna það heimskonu sem hefur horft á manndómsvígslu í myrkustu frumskógum Afríku og þekkir hálendi Íslands betur en flestir sem hér hafa alist upp?

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Rambl

  1. ——————————————————–

    Eva,
    Ég hef vissa reynslu af englendingum og það virðist vera tvennt sem þeir vilja. Éta hákarl með brennivínsstaupi nánast viðfestu og fara í Bláa lónið. Ef þú vilt hins vegar spæna upp ördeyðunni mundi ég fara með hana í göngutúr upp á Esjunna. Þeir virðast aldrei hafa séð víðáttu áður.

    mk,
    hd

    Posted by: handsomedevil46 | 29.12.2006 | 14:23:59

    ——————————————————–

    Takk fyrir ábendinguna. Hún hefur þegar farið í lónið og Esjuna þramma ég ekki að kvöldlagi, enda Byltingin mikill áhugamaður um Esjupríl og mun því fara með hana þangað sjálfur. Hákarl og brennivín fjúhh! Ég ætla nú ekki að hrekja hana af landi brott fyrir áramót.

    Ég ætla allavega með dömuna í blysgöngu núna á eftir en veit ekki hvað ég geri á morgun. Ef einhver hefur hugmynd er það vel þegið.

    Posted by: Eva | 29.12.2006 | 14:56:38

    ——————————————————–

    Þjóðminjasafnið, Þjóðmenningarhúsið, Listasafn Íslands, Safn Einars Jónssonar og Ásmundarsafn. Og Mokka.

    Posted by: Elías | 29.12.2006 | 20:01:50

    ——————————————————–

    Takk fyrir síðast.
    Hefur hún séð Sögusafnið í Perlunni. Það er alveg einstakt og frábærlega vel úr garði gert.
    Kær kveðja til ykkar allra.

    Posted by: Ragna | 29.12.2006 | 20:13:25

    ——————————————————–

    Þetta er allt á dagskránni, þ.e.a.s. það sem ekki er búið nú þegar. Það eru kvöldvaktirnar hans Hauks sem ég er í vandræðum með. Lítið spennandi í boði fyrir útlending á kvöldin.

    Posted by: Eva | 29.12.2006 | 22:10:52

Lokað er á athugasemdir.