Manntafl

Ljúflingur:  Má ég vera hjá þér?
-Auðvitað. Er eitthvað að?
Ljúflingur: Nei. Ég var bara einmana.
-Nú? er alkóhólik bits að halda laugardaginn hátíðlegan?
Ljúflingur: Hættu þessum hnýtingum. Hnýttu mig frekar niður og ríddu mér eða eitthvað.
-Nei elskan mín.
Ljúflingur: Ég veit þig langar.
-Það getur vel verið en ég fæ meira kikk út úr því að kvelja þig andlega.

Ljúflingur: Ég hata alkóhólista.
-Nei hjartað mitt, þú hatar ekki alkóhólista. Þú elskar alkóhólista svo mikið að þú vilt frekar búa við bæði tilfinningalega og fjárhagslega kúgun en að lifa án hennar.
Ljúflingur: Ég VIL vera kúgaður, mér finnst GOTT að vera kúgaður, ég bara þoli ekki að vera einn. Það fáránlega er að nú er hún heima en ég er samt einn.
-Sá sem býr með virkum alkóhólista er alltaf einn.
Ljúflingur: Ekki alltaf. Bara dálítið oft. Sá sem býr einn er alltaf einn.
-Betra er autt rúm en illa skipað.
Ljúflingur: Er það í alvörunni svo? Af hverju hleypirðu mér þá uppí til þín?
-Þú elskar mig og mér finnst gott að vera elskuð.
Ljúflingur: Ég er samt vonlaus kærasti.
-Þú lítur þó ekki á þig sem kærastann minn?
Ljúflingur: Ég er það. Eða heitir það kannski eitthvað annað?
-Ætli það heiti ekki að láta dindilinn teyma sig.
Ljúflingur: Og komast samt aldrei þangað sem maður vill. Ætli það sé ekki eitthvað annað sem teymir mig til þín.
-Maðurinn er teymdur áfram af tveimur grunnhvötum, ótta og þrá.
Ljúflingur: Og hvaða þrá eða ótti leyfir mér að liggja hjá þér?
-Góð spurning. Kannski bara athyglissýkin í mér.
Ljúflingur: Eða ótti við að kynnast einhverjum öðrum og verða háð honum.
-Nei, ekki það. Ég þrái góðan maka. Ég verð ekki háð einhverjum sem fer illa með mig.
Ljúflingur: Hér ligg ég nú samt og bráðum fer ég.
-Það er í lagi. Þú kemur aftur.
Ljúflingur: Ef ég má.
-Já ef þú mátt. Það er efinn.

Best er að deila með því að afrita slóðina