Og alltaf verð ég jafn hissa

Í dag fékk ég fréttir sem leiddu mig að alveg nýrri niðurstöðu um eðli mannsins.

Konur eru akkúrat og nákvæmlega jafn miklir fávitar og karlmenn!

Munurinn er sá að þegar karl gefur skít í mig fæ ég enga skýringu. (Nema kannski búllsjittskýringu eins og þegar gaurinn flutti út af því að hann þurfti endilega að eignast börn (en sagði mér það ekki fyrr en EFTIR að ég fór í ófrjósemisaðgerðina) og hefur ekki verið við kvenmann kenndur síðan.) Kona sem gefur skít í mig hefur hinsvegar skýringu. Jafnvel tvær skýringar og báðar góðar. Reyndar svo frábærar að ég er ekki bara sátt, heldur beinlínis glöð fyrir hennar hönd.

Svo kemur bara í ljós að þessar frábæru skýringar standast ekki. Hvorug þeirra. Og í þokkabót er ég síðasta manneskja á jarðríki til að frétta það.

Ég held að ég sé að ná þessu:
Hlutirnir eru venjulega nákvæmlega eins og þeir virðast vera.

Best er að deila með því að afrita slóðina