Fríhyggjan

-Fullvissan er fiskur, sagði ég.
-Gerðist hún þá skáldleg mjök, ok undraðist öll alþýða manna háfleygi hennar, svaraði Drengurinn.
-Hál, þú veist. Gengur þér úr greipum. Og ef þú nærð að landa henni þá bara deyr hún. Þú getur tekið heppilegar ákvarðanir eða snjallar en þú getur aldrei verið viss um að eitthvað sé fullkomlega rétt.
-Þessu er ég nú bara ekki sammála. Mér finnst jólafrí t.d. vera fullkomlega rétt. Mér hefur fundist það frá því að ég lærði orðið jólafrí.
-Þar komstu með það. Jólafrí. Það er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hver þarf trúarbrögð eða pólitík ef hann hefur jólafrí? Heimspekistefna er fædd.
-Já, sagði Drengurinn, eða stjórnmálastefna. Við skulum kalla hana fríhyggju.

Best er að deila með því að afrita slóðina