Kraftur í safnið

Þessi vika hefur verið sannkallað sumarfrí. Kraftasafnið mitt er orðið svo stórt að það kemst vara fyrir í geymslunni.

Ég er að vísu búin að lóða helling og steypa kerti, mála rúnir, þvo og þrífa og sitja fundi út af jafn leiðinlegum hlutum og bókhaldi en ég er líka búin að hvíla mig, horfa á sjónvarpið, mæta í matarboð, halda matarboð, fara til spákonu, nota pinnahælana frá Ameríkunni tvö kvöld í röð! fá fréttir sem ég veit ekki hvort eru góðar eða slæmar, lenda í þriðju gráðu lögregluyfirheyrslu og setja á mig andlitsmaska. Svo er Málarinn búinn að setja upp vinnuljós í eldhúsinu og herða allar skúfur í eldhússinnréttingunni svo heimilið er óðum að verða fullkomið eins og allt annað í lífi mínu.

Í dag ætla ég að ráða krossgátu og drekka kappútsínó. Það er nefnilega hamingjan. Svo ætla ég í Grasagarðinn og sýna dindilhosunum Ingibjörgu og Sigrúnu forvitnilegasta skilti sem sett hefur verið upp á Íslandi -ever.

Já það er fjör.

Best er að deila með því að afrita slóðina