Mjög hversdagslegt brauð

Ég Hef verið djúpt sokkin í sápuóperuna á Hlaðgerðarstöðum í dag. Útvarpsbloggið hefur setið á hakanum en nú ætla ég líka að taka skurk í því.

Unnusti minn ofbeldismaðurinn er búinn að kaupa slípirokk og eitthvað fleira karlmannlegt dót enda fer að líða að flutningum. Hann er steinhissa á því að ég skuli ekki iða í skinninu af tilhlökkun.

Vörður laganna fékk blekblett í skyrtuna sína um daginn og en er nú loksins að ná sér af áfallinu. Stundum óska ég þess að ég mætti hafa hans áhyggjur.

Sonur minn Fatfríður hringdi úr sveitinni. Vill endilega sækja um í MH næsta vetur. Hvað er svona æðislegt við MH? Sennilega meiri stemming fyrir mótmælagöngum þar en víða annarsstaðar.

Sonur minn Hárlaugur er að fara á skólaball. Af eigin frumkvæði (held ég).

Geðilli págaukurinn hann Hagbarður Lenín er að reyna að loka búrinu á eftir sér, væntanlega svo enginn komi inn og kúki á gólfið hjá honum.

Best er að deila með því að afrita slóðina