Það snjóar í Glasgow. Þetta er í fyrsta sinn á þessum 6 árum sem ég hef búið hér sem snjó festir lengur en sólarhring. Í gærmorgun var logn og jafnfallinn snjór, varla meira en 5 cm. Ég fékk þessa tilkynningu í pósthólfið „Please note that due to severe weather the University is closed today“. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Veður
Veður
Í gær gengum við í glampandi sólskini og blankalogni, án yfirhafna á besta pöbbinn í Glasgow. Í dag er grátt en maður kvartar nú ekki yfir því þegar maður sér myndir frá Fróni.
Posted by Eva Hauksdottir on 6. mars 2013