Merkingarlaust orð

Hér sést greinilega að orðið mansal er ekki notað í merkingunni þrælasala heldur er notað um samning þar sem „fórnarlambið“ greiðir „dólgnum“ fyrir að koma sér milli landa.

Til skamms tíma var „mansal“ notað um þrælasölu og einkum kynlífsánauð. Feministum hefur tekist að telja fólki trú um að human trafficking sé það sama og þrælasala, með því að nota orðið mansal um hvort tveggja. Fyrir vikið er ekki lengur neitt mark takandi á orðinu.

Það er alveg á hreinu að margir þeirra sem fara ólöglega á milli landa til að vinna og þiggja til þess aðstoð gegn greiðslu, vaða ekki í neinni villu um það sem þeir eru að fara út í. Þetta á við um allar greinar þar sem „human trafficking“ á sér stað og það er óþolandi að þeir sem vita og vilja skuli vera settir undir sama hátt og fórnarlömb lyga, svika og vísvitandi misnotkunar.

Deildu færslunni

Share to Facebook