Hóran er komin!

vændi

Hvað eiga þjóðhöfðingjar, kvikmyndastjörnur, mótmælendur og vændiskonur sameiginlegt?
Jú, koma þeirra til landsins þykir verðugt fréttaefni.
Sem hlýtur að merkja að þau séu miklir áhrifavaldar í samfélaginu. Eða ekki.

Hvað er annars orðið um varnir landsins? Það lítur bara út fyrir að hver sem er geti vaðið inn fyrir landssteinana. Fyrir nokkrum vikum voru það mótmælendur, nú er það hóra!

Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Íslendinga. Við sem erum búin að banna einkadansinn. Auðvitað héldum við að það yrði til þess að útlendingar hættu bara við að koma til að stunda kynlífsþjónustu á Íslandi. Að vísu var vændi lögleitt hér fyrir skemmstu en það var náttúrulega bara gert fyrir íslenskar konur. Þær kunna nefnilega ekkert að dansa.

Og bíddu nú við! Af hverju er konan yfirheyrð, þegar hún kemur hingað í þeim yfirlýsta tilgangi að stunda hér fullkomlega löglega atvinnu?

Getur verið að mönnum hafi ekki verið full alvara með nýju vændislöggjöfinni?

Deildu færslunni

Share to Facebook