Pabbar geta andskotinn hafi það grenjað ef þá langar til

grenj

Hvaðan kemur sú hugmynd að karlmenn hafi í gegnum tíðina verið tilfinningabældari en konur, og af hverju nýtur þessi ranghugmynd svona mikilla vinsælda?

Karlar máttu ekki sýna merki um ótta, mikið rétt. En konur máttu heldur ekki sýna merki um frelsisþrá, hvað þá losta. Karlar áttu að bera harm sinn í hljóði og konur áttu að kyngja reiðinni.

Það eimir eftir af þessum viðhorfum ennþá. Það þykir ekki kvenlegt að slást og ég hugsa að flestir karlar reyni fremur að harka af sér en að skæla á almannafæri. Ég get samt ekki séð að karlar búi við neitt meiri bælingu en konur. Eða hver hefur eiginlega bannað þeim að grenja?

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Pabbar geta andskotinn hafi það grenjað ef þá langar til

  1. Tjásur:

    Þetta er bara einföld skilyrðing sem hefst skömmu eftir að maður fæðist og er alveg ómeðvituð af öllum þáttakendum. Maður þarf að vera mjög utarlega á einhverfurófinu til að taka ekki mark á því.

    Höfundur Hávamála virðist hafa þekkt þennan prósess vel þegar hann talar um að „At augabragði verður …“ sem eftir því sem ég kemst næst þýðir að vera litinn hornauga.

    Posted by: Elías | 6.02.2007 | 12:21:56

    ——————————————

    ég reyni nú líka að harka af mér á almannafæri, þótt grátstafurinn sé í kverkunum… og er ég þó kvenkyns. en sennilega er kvenfólki frekar fyrirgefin sýnileg viðkvæmni en körlum

    Posted by: baun | 6.02.2007 | 13:06:47

    ——————————————

    Konur komast upp með meiri viðkvæmni já en karlar komast frekar upp með að ausa úr skálum reiði sinnar, taka áhugamál fram yfir heimilið og elta dindilinn á sér um allar tryssur. Eru reiði, gredda, stjórnunarhneigð og þörf fyrir viðurkenningu ekki líka tilfinningar? Ef karlmaður verður tilfinningarlega fatlaður af því að vera ekki alltaf vælandi, erum við konur þá ekki líka stórkostlega skaddaðar af aldalangri frekjubælingu?

    Posted by: Eva | 6.02.2007 | 13:36:00

Lokað er á athugasemdir.