Á 46 ára starfsferli Ragnars Aðalsteinssonar, gerðist það í fyrsta sinn í dag, að aðalmeðferð máls var frestað eftir að hún hófst (eftir að hafa verið frestað tvívegis áður) vegna þess að eitt vitna ákæruvaldsins forfallaðist. Tilefni málsóknarinnar er það að okkrir liðsmenn Saving Iceland lögðu bíl á afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun og einn klifraði upp í krana með mótmælaborða. Þessar aðgerðir stóðu í um hálfa klst og ollu smávægilegri röskun á eyðileggingarstarfsemi Orkuvitu Reykjavíkur á Helgissvæðinu. Það nánast sauð á Ragnari. Sagði að þessi afgreiðsla hefði kannski verið réttlætanleg í morðmáli.

Þetta var afskaplega umbloggunarverður dagur en þar sem málinu var frestað, þrátt fyrir afdráttarlaus mótmæli verjanda og þar sem vitnaleiðslum er ekki lokið verða fréttirnar að bíða birtingar.

Þessu tengt: