Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín

kirkjan

Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Halda áfram að lesa

Opinberum ranghugmyndir frekar en að þagga þær niður

Ranghugmyndir þessa manns eru ævintýralegar. Moskubygging herstöð. Skipulagðar nauðganir múslima á sænskum konum af því að islam segir þeim að nauðga.

Ég held að það sé miklu áhrifaríkara að birta þvæluna sem rasistar halda fram en að draga þá fyrir dóm. Þeir sem sjá ekki í gegnum illskuna og heimskuna munu ekkert frekar átta sig þótt þessir skíthausar séu beittir viðurlögum.

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

snake oilÉg er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa