Grýla gamla og feðraveldið

download (1)Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa

Álfar

Af hverju er sú mýta að Íslendingar trúi á álfa svona lífseig? Hið rétta er að hátt hlutfall Íslendingar aðhyllist óskilgreindan spíritistma. Þeir skýra undarlegar tilviljanir gjarnan með aðkomu framliðinna en þar sem þeir eru hreint ekki vissir í sinni sök, finnst þeim hroki að fullyrða að það geti ekki allt eins verið álfar eða aðrar náttúruvættir sem eiga í hlut. Það merkir þó ekki að þeir trúi á álfa. Ég efast um að meira en 1% fullorðinna Íslendinga trúi á huldufólk.