Álfar

Af hverju er sú mýta að Íslendingar trúi á álfa svona lífseig? Hið rétta er að hátt hlutfall Íslendingar aðhyllist óskilgreindan spíritistma. Þeir skýra undarlegar tilviljanir gjarnan með aðkomu framliðinna en þar sem þeir eru hreint ekki vissir í sinni sök, finnst þeim hroki að fullyrða að það geti ekki allt eins verið álfar eða aðrar náttúruvættir sem eiga í hlut. Það merkir þó ekki að þeir trúi á álfa. Ég efast um að meira en 1% fullorðinna Íslendinga trúi á huldufólk.