„Fréttin“ sem móðgaði Hríseyjarvini

Eva: Heyrðu! Ég var að skoða fjölda flettinga og sé að Kvennablaðið fær bara rífandi lestur. Væri ekki rétt að fara í útrás? Finna kjölfestufjárfesta og ráða fullt af blaðamönnum? Hafa fréttaritara um heim allan?

Steinunn Ólína: Jú það væri auðvitað athugandi. Það er að vísu gúrkutíð framundan en þú getur allavega skrifað fréttir úr Hrísey. Halda áfram að lesa

Amma Hulla og handritin

44Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa