Af því að strákadót og karlastörf eru merkilegri

apar

Það er ástæða fyrir því að við búum til karla og kerlingar úr deiginu. Hún er sú að mannkynið skiptist, frá náttúrunnar hendi, gróflega í tvennskonar fólk, karla og konur. Ekki í svarta, hvíta og gula, blendingsafbrigðin eru óendanlega mörg, það eru hinsvegar ekki til nein blendingsafbrigði af karli og konu, ef barn fæðist tvíkynja að hluta eða alveg, er það „galli“ en ekki blöndun. Halda áfram að lesa

Gamlir aðgerðasinnar eru ekki til

Þegar aðgerðasinnar hafa sig í frammi eru þeir alltaf ungmenni, jafnvel þegar yngsti beini þáttakandinn er tvítugur, sá elsti 47 ára, meðalaldur 32ja ára og langflestir þeirra sem komu að undirbúningi og studdu aðgerðina eru komnir yfir 25 ára aldur. Það eru líka ‘ungir aðgerðasinnar’ sem eru að verki í aðgerðum þar sem MFÍK konurnar (flestar komnar yfir fimmtugt) og hernaðarandstæðingar á aldrinum 40-70 ára eru í meirihluta. Ekki svo að skilja að mér þyki það neitt sérlega sorglegt, ég er alveg til í að vera flokkuð sem ungmenni, enda er ungt fólk ekkert ómerkilegra en aðrir.

Ég hef grun um að ég hafi verið fyrst til að nota hið ágæta orð aðgerðasinni, sem er nú orðið fast í málinu. Ég er ánægð með það.