Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling?

Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling sem gefur samþykki? Og ef það er í lagi;  hversu drukkinn þarf maður/kona að vera til þess að samþykkið sé ómarktækt?

Er í lagi að hafa mök við áberandi drukkinn einstakling sem sækist mjög ákveðið eftir kynlífi eða er það nauðgun?

Skiptir máli hvort báðir/allir aðilar eru undir áhrifum eða er það nauðgun ef annar er edrú en hinn vel í glasi?

Tjásur:

Halda áfram að lesa

Eru fyrirmyndir nauðsynlegar?

Oft er talað um að börn og unglingar þurfi góðar fyrirmyndir og að leikfangaframleiðendur og afþreyingariðnaðurinn móti okkur.

Hverjar voru þínar fyrirmyndir þegar þú varst krakki? Mótuðu þær fyrirmyndir þig? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Velja fjölmiðar og markaðurinn fyrirmyndir fyrir börn, velja foreldrar þær eða velja þau sjálf? Hafa þær fígúrur sem krakkar líta upp til áhrif á hegðun þeirra og val og viðhorf?

Tjásur:

Halda áfram að lesa

Framför – afturför

Hefur nokkur heyrt talað um afturför í tækni og vísindum?

Við erum vön því að tengja orðið framfarir við eitthvað jákvætt. Meiri þægindi, tímasparnað og fjárhagslegan ágóða.

En er það sem eykur lífsgæði okkar endilega framför?
Er tækni sem gerir okkur auðvelt að arðræna náttúruna framför?
Eru það framfarir í lyfjaiðnaði ef nýtt og áhrifaríkt lyf veldur afkomendum okkar skaða?
Eru vopn sem drepa fleira fólk á stærra svæði endilega framför?

Ætti að leggja niður ávörp í þingsal?

Finnst þér að þingmenn eigi að ráða því sjálfir hvort þeir nota ávörpin háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra, þegar þeir tala úr ræðustól?

Ef þeir mega ráða því sjálfir, finnst þér þá að megi samt skikka þá til að nota aðra tiltla, svosem herra og frú?

Hvort er hallærislegra að segja háttvirtur þingmaður eða herra Jón Þór, þegar maður ávarpar Jón Þór Ólafsson?

Tjásur:
Halda áfram að lesa

Myndir þú ráða þjóf til að uppræta þjófnað?

Setjum sem svo að þú eigir stóra verslunarkeðju. Reksturinn gengur almennt vel en búðaþjófnaður er þó óhóflega stórt vandamál og öryggiskerfið sem þú ert með stendur ekki undir kostnaði. Til þín kemur maður sem kynnir sig sem fyrrverandi búðarþjóf og vill fá vinnu við að uppræta búðarþjófnað. Hann segir þér að hann hafi margra ára reynslu sem búðarþjófur og hafi aldrei náðst. Hann geti sagt þér nákvæmlega hvernig þjófar hugsi, hvað fyrirtækið sé að gera vitlaust og hvernig hægt sé að laga það með lágmarks kostnaði. Hann framvísar hreinu sakavottorði og ekkert í fari hans bendir til annars en að hann sé reglusamur og áreiðanlegur. Núverandi vinnuveitandi, eigandi trésmíðaverkstæðis, (sem veit ekkert um feril hans) gefur honum frábær meðmæli, segir hann lipran í samskiptum, stundvísan og vandvirkan.

Ræður þú manninn í vinnu?

Tjásur:

Halda áfram að lesa