Kampavínsklúbbarnir

Þetta er sennilega steiktasta þingræða sem flutt hefur verið síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Kampavínsklúbbarnir brjóta ekki bara gegn réttindum kvennanna sem vinna þar (líklega réttindum til að vera þvingaðar til fátæktar) heldur brjóta þeir líka gegn réttindum Bjarkar, af því að klámiðnaðurinn markaðssetur útlit og Björk er (heldur hún) of feit til að leika í klámmynd. Halda áfram að lesa

Sjúkraliðinn með pappaspjaldið

Í tilefni þessarar fréttar ætla ég að birta aftur þetta kvæði sem ég orti um djarfa framgöngu lögreglunnar gegn helsta ógnvaldi bandaríska sendiráðsins.

Lárus Páll Birgisson (venjulega kallaður Lalli sjúkraliði) var dæmdur fyrir óhlýðni við lögregluna vegna mótmælastöðu sinnar við ameríska Sendiráðið.  Halda áfram að lesa

Hveitibrauðsdagar Silfurskeiðabandalagsins á enda

Myndin er eftir Gunnar Karlsson

Nú fer hveitibrauðsdögum Silfurskeiðabandalagsins senn að ljúka og alvaran að taka við. Brúðkaupið mun hafa farið fram á laun löngu fyrir kosningar. Og enn halda leynifundir áfram á leynistöðum. Lítið hefur frést af því hvað sætabrauðsdrengirnir hafa rætt á fundum sínum en því nákvæmari fréttir verið fluttar af bakkelsisáti þeirra félaga. Eftir því sem næst verður komist hafa hjónaleysin  lítið rætt stefnuna en þess í stað einbeitt sér að gagnasöfnun. Sumir hefðu kannski talið þörf á að ljúka þeirri vinnu áður en kosningaloforð eru gefin en “Wild Boys” gera hlutina á sinn sérstaka hátt. Halda áfram að lesa

1%

Á vinnustöðum Reykjavíkurborgar (þar sem 80% starfsmanna eru konur) er klámvæðingin og kynferðisleg áreitni svo stórt vandamál að borgin sá ástæðu til að gefa út sérstakan bækling um málið. Nýleg könnun sýnir hinsvegar að á Landspítalanum verður um ein af hverjum hundrað konum fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Fleiri segjast þó verða fyrir áreitni af hálfu sjúklinga (sem eru margir hverjir geðsjúklingar og gamalmenni.) Halda áfram að lesa