Heimsósómarausið í unga fólkinu

stanley-kibrick-688x451

Mér er farið að leiðast heimsósómarausið í unga fólkinu. Þessa dagana hamast netverjar við að deila myndum af hópum fólks sem er að skoða snjallsímana sína, ásamt harmkveinum um það hvað þetta sé nú allt hræðilegt; fólk er bara hætt að eiga samskipti, heimur versnandi fer og allt það. Halda áfram að lesa

Spurning Jónasar Kristjánssonar

stupid

Jónas Kristjánsson spyr hvort Sigmundur Davíð sé bófi eða bjáni.  Samkvæmt hugmynd Carlo M. Cipolla um bjánaskapinn fer þetta tvennt gjarnan saman. Ritgerð Cipolla heitir í enskri þýðingu „The Basic Law of Human Stupidity„. Með orðinu „stupidity“ á hann ekki við heimsku í merkingunni lág greindarvísitala heldur það sem ég kalla bjánaskap; tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem eru bæði órökréttar og hafa fyrirsjáanlega í för með sér meiri skaða en ávinning.

Halda áfram að lesa

Af virðingu stofnana

Screenshot (136)Alþingi er virðuleg stofnun. Það er því sorglegt til þess að hugsa að þingmenn geri sig seka um að vanvirða þessa háborg lýðræðisins með því að klæðast að hætti óbreyttrar alþýðunnar. Þessháttar hegðun hefur t.d. Árni Johnsen gerst sekur um. Hugsið ykkur bara hvernig það væri með virðingu þingsins ef allir þingmenn hegðuðu sér eins og Árni. Klæddust eins og einhverjir Vestmannaeyingar í þingsal.

Halda áfram að lesa