Yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland er fundin!

Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa

Hvar er þessi yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland?

Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22

Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa

Nató er ekki Bandaríkin

Þegar ég ræði andúð mína á NATO og hernaði almennt við hernaðarsinna, fæ ég undantekningalaust spurningu á borð við; ‘á þá bara að láta alræðisstjórnir vaða uppi? Veistu ekki hvenig talíbanastjórnin hegðaði sér í Afghanistan? Átti kannski ekki að grípa til aðgerða í Rúanda?’ Halda áfram að lesa

Fyrir þá sem skilja ekki hvers vegna við viljum Ísland úr Nató

Nato er hernaðarbandalag vestrænna ríkja. Það er ekki kennt í grunnskólanum, en vestræn ríki, hinn svokallaði fyrsti heimur, eru gömlu nýlenduríkin. Ríkin sem rúðu restina af heiminum inn að skinni og viðhalda enn valdi sínu með efnahagslegu ofbeldi og ríkisreknum hernaði. Meira og minna allur hernaður og átök í heiminum í dag á rætur að rekja til nýlendustefnunnar sem aldrei dó í raun og er viðhaldið af vestrænum bandalögum, bæði óformlegum og formlegum. Þeirra stærst og hættulegast er NATO, og það bandalag verður að brjóta til grunna. Skref í áttina að því að gera það brottrækt af Íslandi og það verk munu stjórnmálamenn, sama hverjir þeir eru, ALDREI vinna.

Auk þess hendum við of miklum pening í hernað á meðan heilbrigðiskerfið er svelt.

Gungurnar flýja mótmælendur

Nú ætla stjórnsnillingar vorir að afstýra mótmælum. Þjóðmenningarhúsið hefur verið afbókað og Natópartýið flutt eitthvert annað. Yfirvöld eru greinilega skíthrædd við íslenskan almenning og hafa ástæðu til. En við látum ekki gungurnar stöðva okkur. Við munum finna út hvar stríðsherrarnir halda sig og sýna þeim alla helvítis ölgerðina. Við rákum ríkisstjórnina og við getum líka rekið Nató. Fylgist með hér til að fá upplýsingar um fundinn og ef þið vitið eitthvað sem gæti komið að gagni, hafið þá samband við mig strax.

Golden shower

natoÍ dag er gleðidagur. Það hefði verið gaman að reka flóttann en það var enginn flótti sem við getum verið stolt af heldur þurfti herinn nánast að flýja undan íslenskum grenjuskjóðum sem vældu og stöppuðu til að reyna halda honum hér. Samt er þetta góður dagur og í tilefni af því braust ég inn á svæði fjarskiptastöðvarinnar í Grindavík og veifaði fána.

Fyrst merkti ég mér samt á fyrrum yfirráðasvæði Bandaríkjamanna með sömu aðferð og önnur dýr, ég meig á það.