Bréf til Ögmundar

Sendi þessa fyrirspurn til netsíðu Ögmundar í dag

Sæll Ögmundur

Ég hef mikið velt því fyrir mér, í tengslum við mál Mohammeds Lo, hvernig flóttamannasamningur Sameinuðu Þjóðanna og útlendingalögin séu túlkuð hjá ráðuneyti þínu. Halda áfram að lesa

Fréttir af Mouhamed Lo – frá Hauki Hilmarssyni

Það nýjasta sem er að frétta af máli Mohammeds Lo:

Í desember fór Mohammed fram á að honum yrði skipaður tiltekinn lögmaður sem hefur mikinn áhuga á máli hans. Þegar sá fór fram á að fá gögnin afhent, var honum tjáð að þar sem Mohammed hefði þegar verið skipaður annar lögmaður, væri það ekki í boði. Halda áfram að lesa

Fyrir þá sem ekki eru á fb

Á facebook gengur nú bréf sem varðar mál Mohammeds Lo og mér finnst rétt að nái einnig til þeirra sem ekki eru þar.

Þeir sem hafa áhuga á að liðsinna Mohammed Lo, eru hvattir til að skrifa yfirvöldum. Skrifið t.d. Útlendingastofnun utl@utl.is Innanríkisráðherra ogmundur.jonasson@irr.is eða aðstoðarmanni Innanríkisráðherra halla.gunnarsdottir@irr.is.

Þeir sem ekki hafa tíma til að skrifa eða eiga erfitt með að stíla bréf, geta nýtt sér bréf sem Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði og er svo elskulegur að leyfa frjáls afnot af.

Ég birti bréfið hér fyrir þá sem ekki eru á fb og bið ykkur um að dreifa því sem víðast.

 

Halda áfram að lesa