Hvenær heyrði dómsmálaráðherra kaffistofuslúðrið?

Myndin er skjáskot úr myndskeiði. Smellið á tengilinn til að sjá fréttina

Æra barnaníðings er hvítþvegin eftir það mat „valinkunns“ að hann sé góður strákur. Embættismenn í dómsmálaráðuneytinu segja dómsmálaráðherra, í óspurðum fréttum, að valinkunnur sé faðir forsætisráðherra. Dómsmálaráðherra upplýsir son valinkunns um þetta uppátæki föðurins. Ég veit ekki hvort eru til nokkur betri orð um þessa háttsemi en slúður. Halda áfram að lesa

Enga friðhelgi takk

Veit enginn sem býr yfir gagnagrunnum í þessu landi hvað orðin "gegnsæi" og "friðhelgi" merkja? Það er engu líkara en að fólk haldi að þetta tvennt sé eitt og hið sama.

Posted by Eva Hauksdottir on 18. febrúar 2015

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.

Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Halda áfram að lesa

Má löggi leyna Búsóskýrslunni?

Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem hann notaði máli sínu til rökstuðnings. Einnig kemur fram að úr því hafi ekki verið bætt í skýringum lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Halda áfram að lesa

Er eitthvað uppi á borðinu EINHVERSSTAÐAR?

Áðan kom til mín maður og spurði hvort ég ætlaði á árshátíð Lýðveldisbyltingarinnar.

Ég hef ekkert komið nálægt Lýðveldisbyltingunni sjálf en var hrifin af hugmyndinni en samkvæmt netsíðu hreyfingarinnar er Lýðveldisbyltingin tilraun til þess að móta hugmyndir án leynimakks og valdasýki. (Sjá nánar hér http://www.lydveldisbyltingin.is/index.php/Lydveldisbyltingin:Um)

Þótt ég hafi ekkert komið nálægt þessari hreyfingu sjálf, varð ég samt dálítið hissa á að hafa ekki frétt af árshátíð, þar sem góð vinkona mín sér um vefinn fyrir Lýðveldisbyltinguna og ég hefði nú frekar átt von á því að fá boð frá henni. Nema hvað, hún hafði bara ekkert frétt af þessari árshátíð.

Ef þeir sem kenna sig við gagnsæi og opna umræðu geta ekki einu sinni haft hluti eins og árshátíð uppi á borðinu, er þá nokkur von til þess að stjórnmálaflokkar hafi fjármál sín uppi á borðinu?

Flokkakerfið er fullreynt en svona uppákomur vekja efasemdir um að lýðræði sé raunhæf hugmynd. Hverskonar samfélag vill fólk eiginlega?