Rauði krossinn í ruglinu

Á hverjum fjáranum er Rauði krossinn að biðjast afsökunar? Allt bendir til þess að lekinn sé úr ráðuneytinu. Ekkert bendir til þess að hann sé frá Rauða krossinum. Hanna Birna hefur talað um það í beinu samhengi við þetta mál að upplýsingar fari víða á milli stofnana og þar með gefið í skyn að lekinn sé frá einhverjum öðrum en hennar ráðuneyti. Hún nefndi Rauða krossinn sérstaklega.

Hvar er minnisblaðið?

Gísli Freyr Valdórsson segir minnisblaðið ekki vera til hjá ráðuneytinu. Ef svo er þá hefur einhver utan ráðuneytisins, sem hefur sínar upplýsingar frá Irr eða Útlendingastofnun, útbúið minnisblað með því markmiði að láta það líta út eins og gagn frá ráðuneytinu. Af hverju hefur Innanríkisráðherra ekki farið fram á rannsókn á því?

Hanna Birna hefur gefið í skyn að blaðið hafi verið á flakki milli stofnana. Ef það er rétt er það formlegt gagn sem lögmenn Tonys og Evelyn eiga fullan rétt á að fá aðgang að.
Hér er of margt athugavert til þess að megi láta Innanríkisráðuneytið komast upp með að þegja málið í hel.

Hvar er blaðið?

„Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sagði síðastliðinn fimmtudag að skjal innanríkisráðuneytisins um hælisleitendur sem vísað var til í fréttum Vísis og Mbl væri ekki til inni hjá ráðuneytinu. “

Bíddu nú við, var ekki Hanna Birna að tala um það á Alþingi í dag að þetta blað hefði verið sent mörgum stofnunum og lögmönnum? Ef blaðið er ekki til af hverju segir hún þá ekki að það sé ekki til? Og hvaðan kemur þetta blað ef ekki úr ráðuneytinu? Er einhver að falsa gögn?

Ég er með afrit af þessu minnisblaði. Hverjir höfðu aðgang að því utan ráðuneytisins?

http://www.dv.is/frettir/2013/11/25/raduneytid-heldur-gognum-fra-logmonnum/einhver að falsa gögn?