Hanna Birna hittir naglann á höfuðið

Það er alveg rétt hjá Hönnu Birnu að lekamálið snýst ekki um hælisleitendur. Það snýst um rétt hvers einasta manns til friðhelgi einkalífsins og skyldu opinberra stofnana til að virða trúnað.

Posted by Eva Hauksdottir on 13. febrúar 2014

Davíð tjáir sig um lekamálið

Það er ýmislegt sem gleymist hér. Í fyrsta lagi það að lög um meðferð persónuupplýsinga eru í fullu gildi hvort sem innanríkisráðherra telur sig hafa hag af því að þeim sé lekið eður ei og innanríkisráðuneytinu ber að fara að lögum eins og öðrum. Í öðru lagi það að ekkert hefur komið fram sem styður þær aðdróttanir sem eru viðraðar í skjalinu.

Það er samt fínt að Davíð skuli afhjúpa þá afstöðu sína að ráðherrar sjálfstæðisflokksins séu hafnir yfir lög.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151956718652963

Þessvegna eru þetta trúnaðargögn, Sigurjón

sigurjónSigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. Halda áfram að lesa

Enn um lekamálið

Þórey talar hér um að fjölmiðlar hafi vitnað í "minnisblað úr ráðuneytinu". Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Hvaðan fór það þá?

Posted by Eva Hauksdottir on 17. janúar 2014