Fórnarlambsrunk dagsins

Við konur eigum svo bágt. Við erum svo litlar og hræddar og lamdar og kúgaðar að jafnvel þótt staðreyndin sé sú að miklu fleiri karlar en konur látist vegna ofbeldis þá ber ÞÉR persónulega sem fulltrúa hins viðurstyggilega nauðgarakyns að hætta að vera svona mikið ógeð. En jafnvel þótt ÞÚ hættir að vera ógeð, sem þó er ólíklegt, munu flestir karlar halda áfram að halda okkur litlu og hræddu vesalingunum í heljargreipum og halda áfram að banna okkur að spila á hljóðfæri, senda okkur í brjóstastækkun og nauðga okkur og lemja.

Staðalmyndir

Nú ætla ég að ausa úr viskubrunni mínum fyrir þá sem eftir margra áratuga umræðu eru ennþá að spyrja hvers vegna fólk eltist við óraunhæfar staðalmyndir.

Það er vegna þess að fólkið sem fellur inn í þessar óraunhæfu staðalmyndir er fallegra, vinsælla, valdameira og ríkara en við hin. Ætli sé líka erfitt að skilja hversvegna það þykir eftirsóknarvert?

Feðraveldi Siðmenntar?

Árið 2011 mótmæltu feministar kynjahalla Kiljunnar. Ég spurði ítrekað hvaða konur hefðu verið sniðgengnar. Einu svörin voru „barnabókahöfundar“ og „Guðrún frá Lundi“. Þegar ég benti á þetta nefndi einhver kvenrithöfund sem hafði ekki gefið út bók í 5 ár. Annar taldi að Þórdís Gísladóttir, sem var boðin í þáttinn, hefði verðskuldað meiri athygli. Ingunn Snædal var eina konan sem með nokkurri sanngirni hægt að segja að hafi verið sniðgengin.

Nú er kynjabias Siðmenntar gagnrýndur. Ég get nefnt mannréttindakonur en man enga sem ég tel verðugri en Jón Gnarr. Hún kann þó að vera til. Ég hef beðið um tillögur en ekkert svar fengið.