Kynbundið

Hér er verið að tala um hegðun sem við getum sannarlega kallað „kynbundið ofbeldi“. Skipulagt ofbeldi sem beinist gegn konum vegna þess að þær eru konur og sem bein viðbrögð við kröfu um að sjálfsögð réttindi þeirra séu virt.

Það er ekki „kynbundið ofbeldi“ þótt gaur á dekkjaverkstæði taki ekki eftir konu sem hímir þegjandi upp við vegg.

Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?

ruffee

Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Halda áfram að lesa

Af nauðgaravinum og helgum meyjum

ejnar nielsen

Þann 19. desember 2008 féll dómur við bæjardómstólinn í Herning í Danmörku. Sakborningur var 44 ára karlmaður að nafni Ejnar Nielsen.  Hann hafði ráðist á þáverandi kærustuna sína, lagt hníf að hálsi hennar og nauðgað henni.  Eða svo sagði hún og fyrir það var hann sakfelldur. Halda áfram að lesa

Einhliða umfjöllun?

Screenshot from 2014-08-26 12:43:33

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Halda áfram að lesa