Þessvegna þarf kynjakvóta í Gettu betur

15810555-cartoon-red-hairy-monster-300x300Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna?

Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; „ég skapaði skrímsli“. Strákamenning er „skrímsli“. Halda áfram að lesa

Kvennaþáttur um nærbuxur og facebook

you_like_this_womens_boy_briefMér gramdist þegar hugmyndir um sjónvarpsþátt fyrir konur sem hafa áhuga á einhverju öðru en tísku og karlmönnum fengu engar undirtektir. Ekki af því að sé ekki allt í lagi með þátt um þessa hluti sem almennt er viðurkennt að höfði til kvenna, heldur finnst mér bara svo sjúkt og rangt að svo fáari konur taki þátt í því að móta samfélag sitt og ég held að það þurfi kannski aðeins öðruvísi efni til að höfða til okkar en karlmanna. Þessvegna vildi ég sjá svoleiðis þátt. Þátt sem vekur áhuga minn á t.d. efnahagsmálum, skipulagsmálum og öðrum hlutum sem koma mér við en ég eyði litlum tíma í að setja mig inní og enn minni tíma í að tala um. Halda áfram að lesa

Tískugreind er ekki (barba) fín

 

barbapapa 5Fyrir mörgum árum bárust tengsl barbafjölskyldunnar og fjölgreindarkenningarinnar í tal í mínum vinahópi. Greindarsvið Barbafínnar vafðist fyrir einhverjum og ég svaraði því í hálfkæringi að hennar hæfileiki væri tískugreind. Það þótti afar fyndið enda vinir mínir upp til hópa hin mestu gáfnaljós.

Halda áfram að lesa