Má ekki heita Jón (Dindilhosan)

Efst á baugi

Einkamálaeftirlitið hefur úrskurðað að fyrrverandi borgarstjóri og skemmtikraftur sá er gengur undir nafninu Jón Gnarr, verði vessgú að taka upp nafn sem sönnum Íslendingi sæmi.

Í úrskurði eftirlitsins segir að samkvæmt íslenskum beygingarreglum sé Jón annaðhvort kvenmannsnafn, þ.e.a.s. hún jónin, og beygist eins og sjónin, ellegar hvorgugkynsnafn eins og grjón og tjón. Halda áfram að lesa

Undarleg skólastefna

Jón Gnarr vill að bólusetningar verði forsenda fyrir skólavist.

Það er nú reyndar skólaskylda á Íslandi svo ef Gnarrinn á líka við grunnskólana þá þyrftu sveitarfélögin líklega að bjóða upp á sérskóla fyrir óbólusett börn. Það væri nú áhugavert að heyra álit MDE á þeirri hugmynd að synja börnum um skólavist eða reka annarskonar aðskilnaðarstefnu. Nei ég er ekki að mæla því bót að foreldarar láti ekki bólusetja börn en Jón þarf að hugsa þetta betur.