Þetta er orðið gott (Örbloggið)

Efst á baugi

Þetta er komið gott!

Ég heyri þennan samslátt nokkuð oft og er hreint ekki hrifin. Hér er tveimur orðatiltækjum slegið saman án þess að það þjóni neinum tilgangi. Það er ekkert erfiðara að segja nú er komið nóg eða þetta er orðið gott og það fæst enginn merkingarauki út úr því að blanda þessu saman. Það er ekki einu sinni fyndið.

Málsýni úr lagadeild

 

16. nóv. 2014

Sérfræðingaútskýring á þeirri hugmynd að allir menn eigi að njóta jafnra borgaralegra réttinda:

Hver persóna á að hafa jafnan rétt á ítrasta kerfi jafnra frelsisréttinda sem samræmst getur sambærilegu kerfi frelsisréttinda fyrir alla.

Á ensku hljóðar þetta svo

Each person is to have an equal right to the most extensive total system of equal basic liberties compatible with a similar system of liberty for all.

Ég veit ekki hver á heiðurinn af þýðingunni sem er að finna á glæru sem notuð er við kennslu við Lagadeild HÍ. Halda áfram að lesa

Þoli

Sakfelldur glæpamaður = dómþoli. Ríkisborgari = stjórnþoli.Nemandi = prófþoli. Fleiri?

Posted by Eva Hauksdottir on 13. febrúar 2015

Uppskrúfað fjölmenni

Það er engu líkara en að fjölmenni sé í tísku. Konur eru fjölmennari en karlar, börn fjölmennari en fullorðnir o.s.frv.

Ég hélt reyndar að orðið fjölmenni ætti við um hópa. Einn hópur getur verið fjölmennari en annar. Það merkir að í honum er fleira fólk. Það er ekki fleira fólk í konum en körlum. Konur eru einfaldlega fleiri. Þetta eilífa fjölmenni á kannski að hljóma gáfulega. Gefa til kynna að mælandinn hafi góðan orðaforða og sé vanur því að tala á fundum eða koma fram í fjölmiðlum.  Lúðar.