Það er engu líkara en að fjölmenni sé í tísku. Konur eru fjölmennari en karlar, börn fjölmennari en fullorðnir o.s.frv.
Ég hélt reyndar að orðið fjölmenni ætti við um hópa. Einn hópur getur verið fjölmennari en annar. Það merkir að í honum er fleira fólk. Það er ekki fleira fólk í konum en körlum. Konur eru einfaldlega fleiri. Þetta eilífa fjölmenni á kannski að hljóma gáfulega. Gefa til kynna að mælandinn hafi góðan orðaforða og sé vanur því að tala á fundum eða koma fram í fjölmiðlum. Lúðar.