Er brundfyllisgremja fyndin?

faintÉg held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.

Halda áfram að lesa

Þú mátt fá’ana því ég vil ekki sjá’ana

rassEinhverntíma í síðustu viku heyrði ég (í fréttum RÚV) sagt frá könnun sem sýndi að mjög hátt hlutfall bandarískra telpna á grunnskólaaldri (mig minnir allt að 40% 10 ára stúlkna) töldu sig vera of feitar. Þetta hljómar skelfilega. Erum við virkilega búin að innræta börnum staðlaðar ímyndir um það hvernig fólk eigi að líta út, svo freklega að þau þjáist af óþarfa útlitskomplexum strax í grunnskóla? Á fréttinni var allavega ekkert annað að skilja. Halda áfram að lesa