Hildarleikur

Hildur L

Orðið Hildarleikur á einkar vel við þá umræðu sem fer fram á netinu einmitt núna. Kona sem hefur staðið í langvinnu stríði við hvern þann karl sem kemur illa fram við konur eða tiltekna konu, er komin í sjálfheldu. Kona sem hefur krafist fortakslausrar iðrunar af hálfu þeirra sem hafa brotið eitthvað af sér og dæmt allar sjálfsréttlætingar harkalega, gefur skýringar sem sumir efast um að hún tæki gildar sjálf.  Þetta er áhugavert. Átakanlegt líka. Halda áfram að lesa

Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu

tjaning

Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því.

Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Halda áfram að lesa

Umræðan um hetju ársins

Hildur Lilliendahl var valin „hetja ársins“ hjá DV. Sú niðurstaða endurspeglar ekki álit lesenda DV heldur náðist hún með herferð aðdáenda sem hafa „lækað“ mörghundruð sinnum, fengið atvinnumenn til að „læka“ eða annarskonar svindli.

Netheimar loga og ég hef séð marga tjá sig um það hvað hún hafi fengið mikið ógeð yfir sig á kommentakerfinu.

Ég sá tvö ógeðskomment í morgun og tilkynnti annað en leit svo aftur á þetta í kvöld. Ég nennti ekki að lesa nema 340 komment. Fimm þeirra voru ekkert annað en persónuníð en annað sem ég sá er algerlega innan markanna. Nokkrum finnst þetta annað hvort hlægilegt eða segjast hafa ælt. Flestir eru hneykslaðir á því hvaða merking er lögð í orðið „hetja“ eða þá að þeim finnst grunsamlegt að ein manneskja hafi fengið mörg þúsund læk á hálftíma.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þessi niðurstaða veki hörð viðbrögð. Sumir nota umræðukerfin til að tjá hamslausa andúð með öllum þeim ósmekklegheitum sem þeim koma í hug. Sumum sárnar að þeir sem þeir telja verðugri skuli ekki hafa hreppt heiðurinn. Aðrir eru bara ósáttir við það hvernig orðið „hetja“ er notað. Og svo eru þeir sem telja að skýringin á þessu sé sú að vinir Hildar hafi legið á læk takkanum síðasta hálftímann og taka geðillskuna yfir því út á Hildi en ekki DV.

Hvaða komment eru það sem þykja svona niðrandi? Erum við að tala um innan við 2% ummæla eða finnst fólki það svona hneykslanlegt að lýsa vanþóknun sinni á þessari niðurstöðu?

Harpa Hreinsdóttir og eineltið

Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan mann, heldur að neita að hlýða skilmálum fb, þegar reglum er framfylgt reglnanna vegna. Ég fékk svo aukinheldur staðfest að maðurinn hefði beðið Hildi persónulega afsökunar, sem vitanlega skiptir miklu máli. Halda áfram að lesa