Triggeraðar dólgafemmur á Facebook

Síðasta þriðjudagskvöld fékk ég ábendingu um að í lokuðum fb hóp væri gagnrýni mín á feminiskar rannsóknir til umræðu. Ég hafði verið skráð í þennan hóp (ekki að eigin frumkvæði) svo ég fór inn á þennan þráð og auglýsti eftir íslenskri, feminiskri rannsókn, sem sniðgengi ekki vísindalegar aðferðir. Ekki gat neinn bent á slíka rannsókn en mér var hinsvegar sagt að þar sem ég hefði ekki prófgráðu í vísindalegri aðferðafræði, væri ég vanhæf til að meta kynjafræðrannsóknir. Halda áfram að lesa

Banvænn áróður

Ég er almennt mótfallin takmörkunum á tjáningarfrelsinu en fokk ef mér finnst ekki mega skoða þann möguleika að gera það ólöglegt að reka banvænan áróður undir merkjum vísinda.

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2015

Enn ein gervirannsóknin

Eru ENGIN takmörk fyrir því hverskonar þvælu menn leyfa sér að fara með fyrir Alþingi? Hér er bent á skólaverkefni sem á ekkert skylt við vísindi og það er bara lítill hluti af því rakalausa bulli sem kemur fram í þessu erindi.

Það má vel vera að það sé vond hugmynd að selja áfengi í matvörubúðum en það sem kemur fram þarna eru bara ekki góð rök fyrir því og sumt af þessu er helbert þvaður. Það er t.d. bull að kalla hugrenningar 3ja bindindismanna „rannsókn“ og ætla að draga af því einhverjar almennar ályktanir um hvað muni gerast. Það er í mesta lagi hægt að draga ályktanir um viðhorf þriggja tiltekinna einstaklinga af þessu verkefni.

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

snake oilÉg er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa

Bókmenntafræði, rassvísindi og trompetrannsóknir

trompet

„Ég held að sum skáld og aðrir listamenn séu bara að djóka. Framleiða eitthvert bull sem lítur út fyrir að vera merkilegt, aðallega til að hafa fræðimenn að fíflum“ sagði ég. Kennarinn hafði enga trú á því að aðrir en augljósir asnar gætu sýnt listinni hvílíkt virðingarleysi.

Halda áfram að lesa

Mikilvægasta máltíð dagsins

Fyrir mig er kvöldverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn minn, sem er einn kaffibolli, er líka mikilvægur en ég myndi frekar sleppa honum en kvöldmatnum.

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að morgunverðurinn sé mikilvægari en aðrar máltíðir. Það má vel vera að hann sé mikilvægastur fyrir íþróttamenn og fólk í erfiðisvinnu en margir finna ekki fyrir neinni þörf til að borða á morgnana. Og það er bara allt í lagi því það er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt.