Um hvað snýst þungunarrofsfrumvarpið?

Tæpra 20 vikna fóstur. Barn eða frumukökkur?

Umræðan um þungunarrofsfrumvarpið einkennist af þekkingarleysi, tvískinnungi og einbeittum skorti á vilja til þess að viðurkenna hvað málið snýst um – nefnilega það hvernig við skilgreinum manneskju. Ég hef ekki gert upp við mig sjálf hvar eðlilegast væri að draga mörkin. Mig langar hinsvegar að gera athugasemir við nokkrar vafasamar fullyrðingar sem eru áberandi í þessari umræðu. Halda áfram að lesa

Mótmælin við Landspítalann

Jafnvel þótt Landspítalinn hefði vald til þess að banna bænahald á lóðinni er þetta arfavond hugmynd. Á að banna allt bænahald eða á stjórn Landspítalans að taka geðþóttaákvörðun um það hvaða óskir til almættisins menn megi bera fram á lóð og í húsakynnum spítalans?

Ég efast um að Landspítalinn hafi nokkurt vald til þess að banna þetta en skulum bara ganga út frá því að þeir geti það og að tekin verði upp reglan „bannað er að biðja fyrir sálum látinna fóstra á yfirráðasvæði Landspítalans“. Sú regla nær þá einnig til fyrirbæna fyrir þeim fóstrum sem konur missa án þess að kæra sig um það – og syrgja mjög. Annað væri brot gegn jafnræðisreglu. Kannski við eigum eftir að sjá málaferli fólks sem er meinað að biðja fyrir látnu barni sínu.

Sumir halda því fram að það sé rangt að tala um bænahald sem mótmæli. Ég er því ósammála. Það er ekkert fáránlegra að kalla bænahald í mótmælaskyni bænahald en að kalla ljóðalestur í mótmælaskyni ljóðalestur. En við skulum átta okkur á því að ef bænahald gegn fóstureyðingum verður bannað á lóð Lansans, þá er rökrétt að banna allt bænahald í nágrenni spítalans. Það er engin leið að ætla að mismuna fólki eftir bænarefni á meðan það er ekki á nokkurn hátt truflandi.

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152597271167963:0

Nú fara femínistar brátt í átak til að frelsa konur frá barneignum

líffæri

Ég hef vissa ánægju af því að fylgjast með og taka þátt í deilum trúleysingja og trúmanna en ég tók þá afstöðu upp úr tvítugu að slíkar deilur væru aðeins dægradvöl, glíma fremur en rökræða. Ástæðan er sú að það er einfaldlega útilokað fyrir trúmenn og trúlausa að mætast á miðri leið, annað hvort er Gvuð til eða ekki og hvor hópur um sig byggir öll sín rök á sannfæringu sinni um það eina atriði. Umræðan einkennist gjarnan af tilfinningasemi. Það er í sjálfu sér allt í lagi en býður heim hættunni á að hún verði ómálefnaleg, full af rökvillum og fari fljótt út í þrætur þar sem hvor aðilinn um sig telur sig ‘hafa betur’ þótt andstæðingurinn álíti niðurstöðuna jafn fráleita og forsenduna. Sjaldgæft er að slík samræða fái fólk til að skipta um skoðun og málamiðlun er ekki valkostur.
Halda áfram að lesa