Harmageddon og paródíukrísan

poe

Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. Halda áfram að lesa

Hugtakaskýring handa lesendum leyniskyttunnar

brokarlaus

Þessi bloggari kærir sig ekki um að heyra álit annarra og leyfir því ekki umræður á blogginu sínu en þar sem vera má að einhverjir þeirra sem hafa velt sömu hugtökum fyrir sér hafi meiri áhuga á samræðu en einræðu, skal ég taka að mér að útskýra þessi hugtök sem að hobbýfemisma undanskildum falla undir það sem ég kalla „dólgafeminisma“ (vulgar feminism) þ.e. feminisma sem setur hugsjónina ofar heilbrigðri skynsemi og valtar yfir rétt annarra. Halda áfram að lesa

Betri skilgreining

fornarlamb5

Stefán kveikti á útvarpinu. Lísa Páls á flakki, einmitt að hefja viðtal við jafnréttisfulltrúa HÍ. Stefán leit á mig sposkur á svip.

,,Ætli þau komist að þeirri niðurstöðu að konur séu fórnarlömb háskólans,“ sagði hann en ógeð mitt á fórnarlambsvæðingu kvenna hefur ekki farið fram hjá honum. Halda áfram að lesa

Það er engin afsökun að hafa píku

siv

Mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun mörkuðu tímamót í sögu umhverfisverndar og mótmælamenningar en þótt þeir sem mótmælu þessum framkvæmdum hafi brotið blað í sögunni, þóttum við ekki par fín. Við vorum vonda fólkið sem höfðum það eitt að markmiði að drepa niður allt atvinnulíf í landinu og svelta svöngu börnin á Reyðarfirði um ókomin ár. Halda áfram að lesa