Karlmennskan í HÍ

jb

Jón Baldvin Hannibalsson segist hafa fengið þá skýringu á afturköllun boðs um að halda gestafyrirlestra við HÍ að svokallaðir „kynjafræðingar“ hafi mótmælt ráðningu hans skriflega. Ég bað forseta félagsvísindasviðs um afrit af þessu mótmælabréfi en fékk það svar að hann vissi ekki til þess að slíkt plagg væri til. Halda áfram að lesa

Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir

staðganga
Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem þær ráða ekki við, álíta margir, bæði karlar og konur, að okkur konum sé alls ekki treystandi til að taka ákvarðanir sem varða líf okkar og líkama. Halda áfram að lesa

Er kynjakerfið til?

humor

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst:

Skyggnulýsing 3a
Skyggnulýsing 2
Skyggnulýsing 1
Fánaberar fávísinnar
Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 3a

teikngin thorgerdurUndanfarið hef ég skyggnst inn í kynjaveröld Háskóla Íslands þar sem kvenhyggjusöfnuður starfrækir biblíuskóla á kostnað ríkisins. Tildrög þessara skrifa er nýnemakennsla þar sem gagnrýni mín á trúarbrögðin er til umfjöllunar.

Ég hef ekki aðgang að fyrirlestrinum, aðeins glærum sem notaðar voru til skýringar. Ég hef þegar fjallað um kynningarglæruna og fyrstu glæruna. Þær er báðar nokkuð góðar en nú fara gæðin að koma í ljós. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 2

heiliÉg taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá næstu hér. Halda áfram að lesa