Kódakerfið

Eva: Mig vantar kódann.Einar: 289.Eva: Hvernig er það heppilegt leyninúmer?Einar: 17 í öðru veldi. Það er svo auðvelt…

Posted by Eva Hauksdottir on 23. desember 2016

Valkvíði

Fyrstaheimsvandamálin eru að ríða okkur Eynari á slig. Nú er lítrinn af Bombay gini á 18 pund í Sainsbury´s og lítrinn af Tangueray gini er á 16 pund hjá Morrisons. Við eigum hinsvegar þvílíkan lager af gini að það væri bara rugl að kaupa meira. Og af þessu getum við lært að annað hvort drekkum við ekki nóg, eða þá að þið hin komið ekki nógu oft í heimsókn.

Jákvæðnihættan

Maðurinn minn er að hóta að vera jákvæður á FB. Ef það hefur þau áhrif að hann taki upp á því að nöldra heima (við erum ekki með bíl í Glasgow og hann nöldar eingöngu á netinu og undir stýri), þá neyðist ég til að pósta einhverju sem gengur fram af honum. Þannig að ef ég tek allt í einu upp á því að tala vel um Framsóknarflokkinn eða halda því fram að súkkulaði sé óhollt – þá þýðir það ekki að ég sé búin að missa glóruna, heldur bara aðgerð til að viðhalda sæluástandi á heimilnu. Til þess eru kommentakerfin að kverúlantast.

ABBB maðurinn

A maðurinn á heimilinu (sem fór líka „snemma“ að sofa í gær) en kominn á fætur, eldsnemma uppúr 10. Hann segist reyndar bara vera ABBB maður í dag. Ígær kom hann fram 10 mín í 10 en það er nú kannski fullbratt. ABBB maðurinn er geyspandi en ekki þó slagandi.

A maðurinn

Einar er kominn á fætur!

Hann fór snemma í rúmið (um eittleytið) í gærkvöld með þeim ásetningi að gerast A-maður. Miðað við framgöngu hans í eldhúsinu á þeirri stundu sem þetta er skrifað gæti maður haldið að hann væri fullur en ég er nokkuð viss um að svo er ekki. Og er þaðan runninn málshátturinn: Betra er að vera A maður en AA maður.