Heilindaramminn (Pistlar)

Efst á baugi

Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu er heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Halda áfram að lesa

Heilindaramminn

Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Stjórnsýslan þarf að fara að lögum og hætta að líta á stjórnsýslustofnanir sem einkafyrirtæki og stjórnmálamenn þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir. Það kemur mér því ekkert sérstaklega á óvart að starfshópurinn telji nauðsynlegt að byggja á heilindahugtakinu.

Halda áfram að lesa

Bjarni stóð sig vel

Aðdáendur Bjarna Ben tala nú um að hann hafi „staðið sig vel“ í Kastljósinu.

Ég get tekið undir það, að því gefnu að það að „standa sig vel“ merki:
– að taka þátt í verulega vafasömum viðskiptagjörningum og útmála svo sjálfan sig sem fórnarlamb fjölmiðla þegar þeir velta upp óþægilegum túlkunamöguleikum
– að hafna því að maður eigi aðild að viðskiptum sem maður hefur sjálfur undirritað
– að afneita því af fullkomnu samviskuleysi að nokkuð sé athugavert við atburðarás sem allt fólk með snefil af réttlætiskennd finnur skítalyktina leggja af langar leiðir
– að halda því fram af sannfæringu að tap upp á milljarða á milljarða ofan sé frábær árangur.

Ég hef séð hrekkjusvín í 8. bekk taka meiri ábyrgð á gjörðum sínum en tilvonandi forsætisráðherra Íslands. Margir virðast líta svo á að það að geta haldið uppi kjaftavaðli með buxurnar þungar af kúk, jafngildi því að „standa sig vel“. Heima hjá mér heitir það einfaldlega að kunna ekki að skammast sín.