Iþþ, piþþ, litlinn þinn

Nú er komið í ljós að þvert á það sem ætla mætti af fréttaflutningi og umræðunni um hryðjuverk, eru það þjóðernis- og aðskilnaðarsinnar sem bera ábyrgð á flestum hryðjuverkum í Evrópu. Þeir sem eru svo svellandi af þjóðrækni að þeir hika ekki við að drepa og meiða eru hinsvegar ólíklegir til þess að þurfa að gjalda þess heldur en þeir sem gera nákvæmlega það sama í nafni trúar sinnar, eða öllu heldur trúartúlkunar sem fáir aðhyllast. Halda áfram að lesa

Ekki í mínu nafni! – Viðtal við Semu Erlu Serdar

semaerla

Liðsmenn Íslensku Þjóðfylkingarinnar hyggjast mótmæla viðtöku flóttamanna á Austurvelli kl 15 í dag. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á sama stað og sama tíma undir slagorðinu Ekki í mínu nafni. Kvennablaðið tók Semu Erlu Serdar tali. Halda áfram að lesa

Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni

kastljos-688x451

Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa

Umfjöllun um staðgöngumæðrun afvegaleidd

screen-shot-2015-09-25-at-08-38-25-688x451

Síðasta fimmtudagskvöld fjallaði Kastljósið um staðgöngumæðrun. Í tengslum við þá umfjöllun var birt viðtal við konu sem gaf barn til ættleiðingar. Saga Guðlaugar Elísabetar Ólafsdótur er átakanleg og allir hljóta að finna til samúðar með konu sem gefur frá sér barn og sér eftir því. Halda áfram að lesa

Banvænn áróður

Ég er almennt mótfallin takmörkunum á tjáningarfrelsinu en fokk ef mér finnst ekki mega skoða þann möguleika að gera það ólöglegt að reka banvænan áróður undir merkjum vísinda.

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2015

Undarlegur áróður

Hverskonar viðbjóður er þetta eiginlega? Á það að vera sniðugt trix í þágu góðs málefnis að bulla svona við smábörn og láta þau taka þátt í því?

Posted by Eva Hauksdottir on 6. febrúar 2015

Kristni í skólum enn eina ferðina

Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá Matthías Ásgeirsson til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna?

Nú, er það annað? Gott og vel Hanna Birna. Semjum. Þú mátt hleypa kirkjunni inn í skólana til að fara með faðirvorið og syngja sálma ef ég má koma og fara með gullkorn úr anarkistunni minni og fá anarkistakórinn til að syngja „kók er kúkur kapítalsins“.

Kannski ætti hinn kristilegi innanríkisráðherra landsins að kenna Útlendingastofnun að gæta sinna minnstu bræðra og koma á kærleika, umburðarlyndi og öðrum „kristilegum gildum“ innan síns eigin valdsviðs fremur en að reka áróður fyrir trúboði í skólum.